miðvikudagur, desember 13, 2006
Akureyrisss hefur endurheimt mig
Ég er komin í vetrarríkið ógurlega Akureyrisss. Skrítið hvað er einhvern veginn miklu meiri vetur hér en heima. Er hér bara í nokkra daga að leysa af á FSA, það var nú ósköp gott að koma aftur á spítalann og vinna, sjá kunnuleg og vinaleg andlit og njóta þess svo að sitja ein á kaffi Amor með tölvuna mína og rauðvínsglas og reyna að finna eitthvað sniðugt á netinu að lesa. Kvíði því reyndar að koma mér aftur heim í Stekk, í snjóþyngslunum og upp allar brekkurnar með matarinnkaupin. Fékk nebbla heila stóra íbúð í húsi sem spítalinn á undir litlu mig. Annars er lítið að frétta af mér annað en Afríkuferðin er nú staðfest. Flugið keypt og búið að hrúga bóluefnunum í upphandleggina á mér. Nú er því bara að reyna að fá sem mesta vinnu hérna til að ég geti fjármagnað þetta einhvern veginn. Þetta verður ævintýri.
Meira seinna
xxxx
Hulda
mánudagur, desember 04, 2006
Landið sem gleymdist.....
föstudagur, nóvember 24, 2006
Senn er það á enda
Skál fyrir því og aftur, skál!
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Ég er farin....
mánudagur, nóvember 06, 2006
DanceMASTERS!!!!
Við Sigrún höfum unnið lengi að þessu, þið getið ekki ímyndað ykkur hve margar klukkustundir og hve margir lítrar af blóði, svita og tárum þessi meistaraverk kostuðu okkur. Fjölskylda og vinir voru vanrækt, híbýli okkar ekki þrifin svo mánuðum skipti og vinnan á bak við afrekið kostaði okkur svo mikið að við höfum nú verið lýstar gjaldþrota og erum á svörtum lista úti um alla bæ.
Búið ykkur undir bombu. Athugið, hafið hljóðið á....það er algjört möst eins og maður segir.
Fyrst er það meyjardansinn, þar erum við goofballs
Svo tókum við annan pól í hæðina og dönsuðum sem sex gods, sem við erum náttúrulega.
Ég hvet ykkur öll til að sýna þolinmæði og gefa ykkur góðan tíma til að horfa á bæði myndböndin, það er nokkuð ljóst að þvílíka hæfileika sjáið þið aldrei aftur. Ég vona að þið haldið meðvitund og líðið ekki útaf vegna ótvíræðra yfirburða okkar Sigrúnar á dansvettvanginum.
RECOGNIZE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
DIY
En djöfull var ég sósuð á sunnudaginn, var með undarlegan skjálfta og varð ekki mikið úr verki. En ég var stolt af listaverkinu á Framnesveginum :)
föstudagur, nóvember 03, 2006
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Hey þið ónytjungar!!!!
Viljiði?!?....
Lesi lesi lesi...lesi útí sveit
Gæti ég setið heima allan daginn undir sæng og úti væri rok og rigning og rosa læti og ég ætti alltaf heitt á könnunni yrði ég agalega glöð og notaleg kona.
Endilega komið með ábendingar um næstu lesningu mína því eins og þið vitið þá þjáist ég af valkvíða in extremis.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Drungi hversdagsleikans
Næst á dagskrá er ferðalag, ferðalag með mömmu, að hitta Ástu, og líka að hitta Ósk, Sunnu og Toby og fá að gista heima hjá þeim.
Svo koma jólin, samt ekki alveg strax.
Afríka lætur ekkert að sér kveða, sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Nú er það nýjasta Mósambík og Rauði krossinn......
Heil og sæl vinir
mánudagur, október 09, 2006
Ég hef engu gleymt þó að ég tali ekki um það....
Jæja góðir hálsar, nú er ég sem stendur á krossgötum. Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram með þetta blessaða blogg eður ei. Finnst eitthvað svo hjákátlegt að vera að reyna að finna eitthvað að segja til að pósta hérna á þessa forláta síðu. Samt er eitthvað skemmtilegt við þetta.
Krít var yndisleg, var samt rænd, en einhverntímann er allt fyrst er það ekki? Fer þangað aftur seinna og hefni mín. Kom heim beint í fullt af asnalegum prófum og hef síðan verið í heilsugæslu. Er sem stendur á Selfossi og fór meira að segja á Hraunið í dag, aldrei komið þangað áður.
Hef ekki fengið svör frá Tanzaníu enn, vonandi fer eitthvað að skýrast í þeim málum sem fyrst, er samt svo nýbúin að senda umsóknina og þetta getur tekið tímann sinn.
Jæja nóg í bili, sjáum til hvort færslurnar verða fleiri :)
......það er víst best geymt sem er tengt sorg eða trega, þögnin mitt eina vé.
þriðjudagur, september 05, 2006
Crete bestast
Er a Kritinni med Thoru vinkonu. Erum i filinginum bestasta og mestasta. Vorum ad fa okkur tattoo og komumst ad tvi i sameiningu ad vid erum low class og thora er unfaithful hora. Annrs er allt tad bestasta hedan. Erum ad fara ad sigla og snorkla a morgun, ef tad verdur runnid af okkur. ae, forum samt to vid verdum fullar. Bae bae Hulda og Thora trailor trash pakk!!!!
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Boohoo
Annars kem ég heim á föstudaginn, fer í brúðkaup á laugardaginn, pakka niður aftur á sunnudaginn og fer í 1 viku í afslappilsisferð. Úff hvað það verðu gott og notalegt, smá frí áður en alvara lífsins hefst á ný.
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Furðuverk, fáránlegt og fávitar
Svaka geirur!
Að menn skuli eyða tíma og peningum í jafn fáránlega hluti og að framleiða sérstaklega vatnsmelónur sem eru kassalaga í stað þess að vera hnöttóttar.
Tesco ætlar að flytja þessar melónur inn til Bretlands frá Brasilíu og þeir segja að vegna nýrrar lögunnar verði mikið auðveldara og aðgengilegra að borða þessar melónur því það er hægt að bera þær fram í löngum ræmum í stað þess að þurfa að hafa melónuna í bátum. Mikið er ég fegin, ég nebbla set það fyrir mig að melónan er í bátum og get því ekki borðað hana því þa er svo óaðgengilegt og erfitt.
Nú get ég farið að borða vatnsmelónur eins og vindurinn því það verður hægt að fá þær kassalaga!
Þessi Serbi var nú aldeilis sniðugur. Hann hafði verið að drekka Rakia með félögunum og horfa á sjónhverfingamann í imbanum sem var svona sverðgleypir. Þá fengu Serbinn og vinir hans nú aldeilis góða hugmynd. Úr varð veðmál upp á tíu pund sem endaði með því að þurfti að drífa manninn á slysó þar sem þessi röntgenmynd var tekin af honum. Ég læt fylgja hér frekari frásögn af málinu og smá viðtal við snillinginn og vin hans.
He had to be rushed to the local hospital after swallowing a knife with an eight inch blade, eight nails, two spoons and a couple of clothes pegs to win the ten pound bet.
His friend Aleksander Tadic, 25, said: "He stood in the corner of the room and was holding this stuff above his head and swallowing it with his head tilted back, and we all thought it was just part of the act. We had no idea he was really swallowing it. He must have been really drunk to have managed to get it down his throat without gagging. I can't believe he really swallowed all that junk - I thought he was just pretending and then hiding it in his pockets or something.
"We only realised there was something wrong when he collapsed and we checked to see where the knife and nails were hidden and could not find them. Then we realised he really had swallowed them."
Doctors at the city hospital in Uzice in southwest Serbia carried out an X-ray to locate the metal objects.
Dr Maja Gulan said: "He was lucky. His stomach or intestines were not significantly injured. It could have been very different. Doctors successfully removed all the items in a five-hour operation."
Dankovic who is still being kept in hospital, said: "I don't remember a thing until I woke up here in hospital with a sore throat and 30 stitches on a cut on my abdomen. My girlfriend has told me she hopes they got everything out, we are planning to fly on holiday next month and she doesn't want me getting stopped by the airport metal detector."
Frábært!!!
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Af auglýsingum.........
"Til sölu nýtt og ónotað, bensín, hlaupahjól, 43cc, rafstartað. Verð 43 þús. Uppl. í s.xxxxxxx"
Það tók mig smá tíma að fatta þennan, fyrst hugsaði ég bara: "Nice one! Gott hjá honum að selja nýtt og ónotað bensín!"
Ríkisútvarpið einhverntímann um daginn þegar ég lá í móki í sólinni:
"Rennihurðafataskápatilboð"
Borgar maður per orð eða? Eða var þessi bara að reyna að spara krónurnar með því að sleppa stafabilum?
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Bobby beibí Ewing
..........Bíddu nú við hugsaði ég þá, hefur maður A aldrei séð Bobby Ewing, það er nú ekki eins og hann líti út fyrir að vera æðislega þráðbeinn!!!! Dveljum aðeins við þessa hugsun, ég læt hérna fylgja mynd af hinum umrædda Bobby
Obb, bobb, Bobby!!!
Good times, Hulda
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Ég samgleðst....
....Guðrúnu Lilji vinkonu fyrir ótrúlega fallegu nýju íbúðina og þakka henni um leið fyrir yndislegt nostalgíukvöldstund sem ég, hún og Ásta systir áttum um daginn í Safamýrinni.
....fótunum mínum fyrir nýjasta skóbúnaðinn en fallegu Crocs skórnir mínir eru það allra þægilegasta sem til er í öllum heiminum fyrir þreytta vinnandi fætur.
....myrkrinu fyrir að vera komið aftur til landsins. Ég var farin að sakna þess mjöööög mikið, það er bara ónáttúrulegt að lifa í svona endalausri birtu. Því fylgir bara eirðarleysi og njálgur í rassi, manni finnst alltaf eins og maður eigi að vera að gera eitthvað annað en að lummast. Nú er loks hægt að slaka betur á og tappa inn í dimmustu hugasfylgsni sín á ný þá að það geti hins vegar verið misjákvætt.
....Ástu systur fyrir að hafa fundið leigjanda að íbúðinni sinni og yndislegu kisunum tveimur, Magga og Lísu.
....sjálfri mér og Sigrúnu vinkonu fyrir að hafa í einhverju skyndibríaríi í dag alltíeinu bókað okkur ferð til útlanda í haust..........jibbí vei vei............að slaka loksins á í hausinn sinn verður guðdómlegt!
....óprúttna náunganum sem kýldi niður Möggu frænku og stal peningum úr kassanum hjá henni fyrir að hafa drifið sig í meðferð og hringt í hana til að biðjast afsökunar.
....Reyni fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunheldurhinn.
....Guðrúnu Lilju fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunekkihinnekkihinnekkihinnekkihinnheldurhinn.
....Öldu og Gauja fyrir að ætla að hnýta hnútinn.
....Írisi og Þresti fyrir að ætla líka að hnýta sinn hnút.
....Guðrúnu og Gumma fyrir að hafa líka fundið leigjanda og að vera að fara í smá útlandaferðalag saman.
....sjálfri mér fyrir að ætla loksins að lesa Góða dátann Svejk en það hefur verið á stefnuskránni allt frá því ég kom fyrst til Prag árið sautjánhudruðogsúrkál og spilaði þar með Kammerblásarasveitinni á miðju torginu í Stárometsky Nám (man ekki alveg hvernig það er skifað, allavega gamla miðbænum þiðvitið).
....og fleiru og fleiru og fleiru og fleiru
Luv
Hulda
mánudagur, júlí 24, 2006
Tóm í hausnum!
xxx
Hulda
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Home sweet home
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Svartasta Frakkland, eða Afríka eða?
Alda og Melkorka Mist komu í heimsókn til okkar um síðustu helgi og það var æðislegt að fá þær. Melkorka er sætust í heimi. Þóra var reyndar að vinna alla helgina greyið en ég og mæðgurnar gengum um allt hér á Akureyrisss, dunduðum okkur hitt og þetta, grilluðum fínan mat og drukkum ótæpilega af hvítvíni og bjór J Það var ósköp notalegt. Svo tók náttúrulega bara alvara lífsins við og vinnan góða. Við Þóra höfum svo verið reglulegir gestir á Rocco síðastliðin 2 kvöld til að fylgjast með boltanum, sjitt hvað þetta er búið að vera spennandi. Og svo átti ég línu kvöldsins núna áðan, Þóra minntist eitthvað á það að nær allir í franska liðinu væru þeldökkir þar sem við horfðum á þá uppstillta yfir þjóðsöngnum áður en leikurinn hófst og þá sagði ég:
“Já, það er nefnilega alveg ótrúlega mikið af svörtu fólki í Afríku” !!!%#!&..........smá mis hjá mér bara.
Annars er bara minnst að frétta af okkur, við ætlum nú að sjálfsögðu að tékka á Rock Star Supernova í kvöld úr því að hann Magni “okkar” (eins og hann er skyndilega orðinn, bara eins og handboltastrákarnir okkar) er að taka þátt. Það verður forvitnilegt að vita hvort hann missir titilinn ef honum gengur ekki nægilega vel. Um helgina erum við svo að spá í að kíkja í Ásbyrgi á frjálsíþróttamót og skreppa í Hljóðakletta og að Dettifossi. Við erum samt ekki alveg búnar að gera það upp við okkur því Þóra er að vinna á laugardaginn og svo eigum við svolítið erfitt með tilhugsunina að missa af úrslitaleiknum í HM.
Á döfinni hjá mér er svo menningarferð, þ.e.a.s. skreppiferð heim í höfuðborgina. Ásta systir kemur til landsins á sunnudaginn næsta og ég ætla að koma að hitta hana helgina 15/16 júlí, ætla meira að segja að reyna að kría út frí á föstudeginum svo að ég fái langa helgi, sjáum til hvernig það gengur. Það væri alla vega gaman að ná að hitta sem flesta, við Ásta erum búnar að ákveða það að sólin verður fyrir sunnan þessa helgi (ég tek hana með mér að norðan) og við ætlum að halda mikið til á svölunum heima hjá mömmu með bjór í hendi og yl í hjarta.
Yfir og út
Ég er alveg á lífi
Mikið að gera í vinnunni minni og fótbolti á kvöldin. Hef ekki skrifað lengi en ég mun bæta úr því um helgina, maður þarf nebbla að gefa sér tíma í svona lagað. Sakna allra og kem bráðum heim í heimsókn..........heim í heimsókn.......hljómar asnalega!
Tala meira seinna
miðvikudagur, júní 28, 2006
Delinn í kremjunni, nota bene, þessi býr ekki á Akureyrisss
þriðjudagur, júní 27, 2006
Uppvakningurinn talar!
Saga úr vinnunni: Á spítalanum þar sem ég vinn er sérfræðilæknir sem ég þekki ekki neitt, hef aldrei tekið í höndina á honum, ég veit hver hann er og hvað hann heitir en ég efast um að það sé gagnkvæmt. Í dag í hádeginu sat hann úti ásamt nokkrum unglæknum og snæddi hádegismat. Ég náði mér í grænt KEA skyr og tyllti mér hjá þeim, var eitthvað voða þreytt og hálf stundi þegar ég settist niður enda var ég eins og áður sagði að koma út úr viku vaktatörn og gekk ekki nægilega vel að snúa ofan af mér og rétta sólarhringinn af. Sofnaði semsagt klukkan hálfsex í morgun og var mætt í vinnuna fyrir átta svo það skyldi engan undra að ég fyndi til eilítillar þreytu. Ok, hér kemur fram hvað var sagt við þetta litla útiborð:
Karin (unglæknir): "Þú lítur nú ekkert voðalega vel út Hulda"
Ég: "Nei, ég er nú voðalega eitthvað þreytt og drusluleg, sofnaði ekki fyrr en hálfsex í morgun"
Fyrrnefndur læknir: "Mér finnst þú nú alltaf líta svona út"
Ég (algerlega kjaftbit og svaðalega hissa ég sem reyni alltaf að vera sæt og vel til fara í vinnunni): "Þetta var nú ekki mikið hrós!"
Fyrrnefndur læknir: "Nei"
............þá stóð ég upp og fór inn og settist hjá öðrum læknum. WHAT THE F***! Hvað er málið, hann var semsagt að segja að ég líti alltaf þreytulega, druslulega og illa út! Var ekki sátt, en hann er líka stórfurðulegur svo ég ætla ekki að taka þetta nærri mér en maður lifandi!
Nú er ég semsagt aftur komin í dagvinnu og er meira að segja í fríi næstu helgar. Það á mögulega að skella sér á landsmót hestamanna um helgina í Skagafirði og svo kannski bara á Ásbyrgismótið helgina eftir það. Svo kem ég suður í smá heimsókn því mín ástkæra systir ætlar að smella sér aðeins á Frón. Næ líklega að vera aðeins virkari í lífinu núna þegar ég get vakað á sömu stundum og annað fólk og ætla að reyna að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt. Látið endilega vita ef þið eigið leið um Akureyrisss, þá getum við alla vega hist í kaffisopa eða eitthvað. Hlakka svo til að hitta fullt af fólki þegar ég kem suður.
Keep it real...........be cool............RECOGNIZE!!!!
(djöfull er ég ógeðslega töff, jú og alltaf fín og ekki drusluleg!)
mánudagur, júní 19, 2006
laugardagur, júní 17, 2006
Handboltafréttir Huldu
Vá, sjitt, mér líður eins og ég hafi verið að koma af 36 tíma vakt. Var sko að horfa á leikinn og maður lifandi, kroppurinn min

Djöfull er ég búin á því eftir þennan leik maður, ég sat hérna ein heima í stofu í Tröllagilinu og horfði á litla sjónvarpið, en mig langaði ekki lítið
Nr.1 Fokkings RÚV, er ekki í lagi með ykkur? Þegar örfáar mínútur eru eftir af leiknum og alveg til leiksloka eru þeir ekki með klukku á skjánum, hvað er það?
Nr.2 Verð að minnast á markvörsluna. Með fullri virðingu fyrir Birki Ívari og Hreiðari þá gengur þetta náttúrulega ekki lengur. Einhverntímann í seinni hálfleik var staðan jöfn en samt voru sænsku markverðirnir búnir að verja 20 skot og þeir íslensku aðeins 9! Spáið í því hvað útiliðið okkar þarf að leggja miklu meira á sig út af því að við höfum aldrei haft heimsklassa markmann. Ég meina, þetta er náttúrulega ekki hægt. Okkar markverðir þurfa að vera í sinni dagvinnu og sinna boltanum bara svo sem auka áhugamáli í sínum frítíma. Það er ekkert skrítið að þeir nái ekki sama standard og markverðir hinna liðanna sem eru í bullandi atvinnumennsku allt árið.
Nr.3 Hvað er með Ljubomir Vranjes. Ég meina maðurinn er 1.66 á hæð, með ístrubumbu og hann spilar fyrir utan í einu fremsta handknattleikslandliði í heimi!! Og það virkar, þetta sér maður nú ekki oft, hann er eins og eitthvað minitröll sem bara ryður sér í gegn, ógeðslega snöggur, en samt eitthvað svo asnalegur.
Nr.4 Sjitt, var að deyja þessar 2 mínútur sem við vorum 3 á móti 5. Upplifði alla flóruna af tachyarrhythmium.
Nr.5 Hvað er þetta með íslenska íþróttafréttamenn? Frasarnir maður!
Nokkrir gullmolar Adolfs Inga:
“Þarna er Tomas Svensson, einn besti markvörður í heimi, þó hann sé orðinn full aldurhniginn núna”.....................What!?!
“Þetta er næstum eins og Custer og félagar hans á móti indjánunum”
“Fyrirliðinn, snillingurinn og foringinn”.........vantaði bara sieg Heil! Þeir halda nú ekki vatni yfir Óla Stefáns...........
.............og ekki heldur yfir Guðjóni Val:
“Hann fer bara eins og gasella upp völlinn!”
“4 menn á móti 6, þetta er mjög slæmt”.........no shit, Sherlock!
Jæja, nóg komið. Þóra vöknuð og við ætlum að fá okkur pizzu, enda þarf ég einhverja orku í kroppinn eftir þessa þrekraun og hún þarf orku fyrir næstu næturvakt.
Handboltakveðjur, Huldapulda (svo er það bara þriðjudagurinn, Svíþjóð – England í HM í fótbolta, vibbí!)
Dave Gahan og dýrið hans

Erna vinkona fór á tónleika með Depeche Mode í Ljubliana um daginn og tók þessa mynd. Hún sendi mér svo myndina og vildi athuga hvort ég myndi taka eftir því sama og hún rak augun í..............og viti menn það gerði ég. Svipuð áhugamál greinilega!Tékkið á klobbanum á Dave Gahan, það lítur út fyrir að hann sé vel "turned on" af því að vera hylltur svona!!!!! Okkur finnst alla vega báðum eins og hann sé með nettan stiffy, það er bara svolítið þröngt um hann þarna í buxunum!
Tell me your thoughts people, hvað finnst ykkur um klobbann á honum Dave kallinum? Er hann í stuði eða ekki? Og fær hann svona mikið út úr því að hlusta á eigin rödd eða er það lófakallið sem gleður hann svo? Dveljum aðeins við þessa hugsun..........eða þennan klobba! (vona að myndin skili sér nægilega vel á blogginu, hún er birt án leyfis nokkurs manns, spurði ekki einu sinni Ernu um leyfi, hvað þá Dave!)
föstudagur, júní 16, 2006
Vondur dagur
Vaknaði í nótt, óglatt og illt í malla, gubbaði og gubbaði..........oj. Komst ekki einusinni í vinnuna mína :( Þóra fór og keypti handa mér Sprite, ég drakk það og skilaði svo því sem ég hafði drukkið, það var gult á litinn þegar ég skilaði því.........oj.
Nú líður mér samt betur, held ég sé bara svei mér að jafna mig. Það er aðeins eitt gott við þessar andstyggilegu gubbupestir........þær eru fljótar að ganga yfir.
Annars var gærkvöldið yndislegt, veðrið var bara til fyrirmyndar og við Þóra röltum á Strikið og fengum okkur góðan mat að borða, svo á Bláu könnunna þar sem við fengum gott kaffi.
Veðrið í dag hefur hins vegar verið í takt við ólguna í maganum á mér, hávaðarok og vesen. Það er eitthvað aðeins að róast núna.......eins og mallakúturinn minn.
Finnst ykkur ekki skemmtilegt að heyra um ástand meltingarvegar míns?? Jæja, ætla að leggjast upp í sófa og horfa á einhverja dauðyflismynd. Svo er rosaleg sjónvarpsdagskrá: Dr.Phil, Beverly Hills 90210, Melrose Place, One Tree Hill, Bachelorette 3 og fleira ótrúlega sniðugt. Ætla að vera couch potato og jafna mig.
Ég er í fríi um helgina og svo tekur við næturvaktatörn næstu viku og næstu helgi. Annars skilst mér að ég sé í fríi fyrstu 3-4 helgarnar í júlí fyrir ykkur sem viljið heimsækja mig, það gæti þó eitthvað breyst, því vaktaplanið er ekki alveg tilbúið. Svo ætla ég líka að koma heim einhverja af þessum helgum því ástkær systir mín ætlar að heimsækja heimahagana og ég ætla að koma heim og hitta hana. Er alla vega að vinna síðustu helgina í júlí og svo einhverjar 2 helgar í ágúst eftir því sem ég best veit að svo stöddu.
Ef eitthvert ykkar langar að kíkja í heimsókn á mig þá er auðveldasta leiðin bara að hafa samband við mig og athuga hvort helgin sem þið hafið í huga er fríhelgi því eins og ég sagði geta enn orðið breytingar á þessu vaktaplani mínu. Það er sko ekki tilbúið alveg fyrir júlí held ég og engan veginn reddí fyrir ágúst.
Over and out..........ást,
Huldapulda gubbupési
miðvikudagur, júní 14, 2006
Aðgerðaleysi og andleysi...púff!
Af mér er hins vegar ósköp lítið að frétta núna, það er rosalega mikið að gera í vinnunni og ég hleyp um allan spítalann (sem ég rata reyndar ekkert á og veit ekki einu sinni hvar ég kemst á klóið) eins og hauslaus hæna með fokking 4 síma í vösunum og alltaf er einhver þeirra hringjandi. Þegar ástandið er svona og veðrið jafn leiðinlegt og það er þá verð ég bara voðalega heimakær og nenni ekki að gera neitt þegar í kem heim úr vinnunni. Er líka heldur ekki alveg búin að fatta hvað ég get gert hérna á Akureyrisss til að stytta mér stundir og svo þekki ég heldur ekki marga. Við Þóra erum nebbla alveg á skjön með vaktirnar okkar núna, ég á dagvöktum og hún á næturvöktum og svo í næstu viku þá snýst þetta við þannig að næsta hálfa mánuðinn hittumst við voðalega lítið nema bara rétt á vaktaskiptum. Ég sakna bara hennar Þóru minnar.
Annars er ég alveg sátt, það fer svo vel um mig hérna heima. Ég veit fátt betra núna en að setjast í sófann með rauðvínsglas og læknisfræðibók og rifja upp.........OMG, algjört brjóstumkennanlegt nörd. Ég tók ekki þátt í kvennahlaupinu og nennti ekki að vera með í sjómannadagsgleði. Held ég þurfi kannski að fara að komast eitthvað út í náttúruna, er pínulítið andlaus eitthvað.
En almáttugur, ég er að gera mér grein fyrir því að þessi bloggfærsla er lítið annað en upptalning á því sem ég hef ekki gert hérna, leiðinlegt og óspennandi svo ég ætla að hætta núna. Reyni að hafa eitthvað meira spennandi að segja ykkur næst.
Talk to me guys, getting kinda lonely here!
laugardagur, júní 10, 2006
For the love of God......I am queen Akureyrisss!
“Ég vona að þú keyrir ekki eins og þú labbar”
Hulda: “Ha!”
Maður á hjóli með hjálm: “Ég vona að þú keyrir ekki sömu megin og þú labbar”
Það tekur mig örskamma stund að átta mig á því hvað hann er að meina og segi svo loks:
“Nei, nei nei, bara þegar ég er í Bretlandi” ?!?................eða.........
......hvað er málið, ég var að labba í rólegheitum, hann rétt silaðist áfram því hann var að hjóla upp mjög bratta brekku með barn aftaná (mér sýndist hann ekkert ráða neitt sérstaklega vel við þetta), það var enginn annar á stígnum sem var 3 metrar eða svo á breidd! Samt stoppaði hann og beið í nokkrar mínútur því hann sá mig á öfugum vegarhelmingi, hann óttaðist líklega harðan árekstur. Þetta fannst mér stórundarlegt.
Alla vega, það fer nú bara óttalega vel um mann hérna á Akureyrisss þrátt fyrir undarlegt fólk. Það er drullumikið að gera í vinnunni, enda er maður bara orðinn doktor hérna. Þetta er samt mjög gaman þrátt fyrir að vera krefjandi starf, og ég hef komist að því að ég kann meira en ég hélt, ætli ég hafi ekki bara lært eitthvað síðastliðin 5 ár þrátt fyrir allt, eilífan tossaskap og svoleiðis.
Síðustu helgi fengum við Þóra heimsókn að sunnan, Guðný og Sigrún skólasystur okkar renndu sér hingað úr því að nú er Akureyrisss the place to be. Við fórum í sund og grilluðum okkur dýrindis mat, sem við drukkum með fullt af hvítvíni og svo tók bjórinn við. Þegar meltunni var lokið ætluðum við að kíkja aðeins á kaffihús, bara svona rólegt. Þau plön fóru fyrir lítið því kvöldið endaði með þvílíku örlagafylleríi og djammi að við vorum í sjokki daginn eftir þegar við áttuðum okkur á því. Það var rosalega gaman samt, við vorum allar alveg ótrúlega skemmtilegar og okkur fannst við fyndnastar í heimi. Sjaldan hef ég hlegið jafn mikið og verið með jafnmikinn fiflaskap, ég var með mikla strengi í maganum daginn eftir vegna hláturs (hér fyrir norðan segjum við ekki harðsperrur, heldur strengir). Eftir að hafa lagt mann í einelti (sem ég held honum hafi ekki þótt alltof leiðinlegt, ælta samt ekki að segja ykkur hver það var) lentum við í einhverju vafasamasta eftirpartýi sem ég hef á ævinni komist í. Ég veit eiginlega ekki almennilega hvernig við enduðum þar því við þekktum engan þarna og vissum ekkert hvar við vorum. Þar kynntumst við hins vegar Malibu Barbie en hún er svona anorexic, tanorexic lady of forty-something með platínu-peroxíð blonde hár og í pínkulitlum sumarlegum hekluðum kjól. Enn eitt undur Akureyrisss!
Fer ekki út í smáatriði með kvöldið, það var amk mjög skemmtilegt, eitt það skemmtilegasta í mjög langan tíma! Daginn eftir fórum við svo og gengum í Dimmuborgum og heimsóttum Sólveigu skólasystur okkar í sveitina en hún er frá bænum Baldursheimum, við bara rétt kíktum á hlaðið til hennar og drifum okkur svo aftur heim.
Takk fyrir komuna stelpur, gaman gaman, og fleiri velkomnir í heimsókn.
Á þriðjudagskvöldið fórum við Þóra svo á landsleik í handbolta (aftur, Akureyrisss er tha place to be, landsliðsþjálfarinn héðan og fyrri leikurinn við Dani var hér í KA-heimilinu, og svo er líka besti leikmaðurinn í þýsku deildinni, Guðjón Valur, fyrrum KA-maður)
Það var óxla gaman á leiknum, smá nostalgía og mikið öskur. Ekki skemmdi fyrir að horfa að fullt af gullfallegum sveittum karlmönnum í boltaleik, þ.á.m. tilvonandi eiginmann minn (einn af fjölmörgum að vísu). Smá update um danska handboltamenn:
Leikmaður númer 19, Jesper Noddesbo, heitir í mínum huga Smukkeste Smörrebröd, stórmyndarlegtur línumaður er hann kappinn. Kannski ég giftist honum bara frekar? (úff, þetta er að verða erfitt, ég ætla að giftast svo mörgum mönnum!)
Leikmaður númer 5, sem ég man ekki hvað heitir er herra flaming gay og hann er skotinn í leikmanni númer 21.
Nú er annarri vinnuviku lokið, ég í helgarfríi og Þóra á vakt. Skurðlækningarnar búnar í bili, og lyflækningarnar hefjast hjá mér á mánudaginn þar sem ég verð fram í miðjan júlí. Svo gríp ég reglulega inn í slysalækningarnar með henni Þóru en hún er slysalæknir númer eitt hér á Akureyrisss. Í kvöld ælta ég að grilla eitthvað gott handa henni þegar hún kemur heim af vaktinni.
Ef þú þekkir mig láttu þá í þér heyra, ekki vera ókunnugur!
Áfram Ísland!!!!!!!!!
laugardagur, júní 03, 2006
Halló Akureyrisssssss!!!!!
Jæja þá er kominn tími til smá tilkynningarskyldu. Ég sit núna á Café Amour á Ráðshústorginu því eins og áður sagði höfum við ekki fengið internetmálin í lag heima, vonandi reddast það samt, nenni nú ekki að hanga á kaffihúsi með tölvuna í kjöltunni í allt sumar.............eða jú annars, ég nenni því svosum alveg, en langar samt að hafa netið heima.
Ok, from the top. Á þriðjudagskvöldið rétt fyrir klukkan hálfellefu lagði ég í’ann, förinni var heitið til Akureyriss (eins og ég kýs að kalla pleisið). Ferðalagið gekk bara voða vel þrátt fyrir hellirigningu, fjölda flutningabíla, vonda vegi og ítrekaðar sjálfsvígstilraunir hinna ýmsu dýra. Við Hreðavatnsskála var það litil mús sem eflaust þjáist af borderline personality disorder því hún lagðist á miðja götuna og hótaði því að láta mig keyra yfir sig, hún var voða sæt og sem betur fer slapp ég við að myrða hana. Svo voru það vitaskuld hinar ýmsu fuglategundir, fuglar orðnir leiðir á lífinu og tilverunni og sáu ekki tilgang með þessu mundane lífi lengur sem settust á götuna og flugu í veg fyrir bílinn. Þetta verða að teljast nokkuð alvarlegar sjálfsvígstilraunir og því met ég svo að þessir fuglar eru í mikilli hættu á endurteknu sjálfskaðaatferli. Það er nú einu sinni þannig að það sem hefur hvað mest forspárgildi fyrir sjálfsvíg er fyrri tilraun til að taka eigið líf! Segið svo að maður hafi ekki lært neitt í geðlæknisfræði. Jæja alla vega, svo var það rebbinn, já rebbinn sagði ég! Í Öxnadalnum var það nebbla ótrúlega sætur og svona funky looking refur sem var að vasast á veginum þegar ég var að keyra þar. Hann var svolítið skrítinn, veit ekki hvort hann var freðinn eða hvað en hann hafði afskaplega viðkunnanlegt og vitleysislegt viðmót, mér þótti gaman að hitta hann. Hann bara skoppaði hring eftir hring á miðjum veginum og horfði á mig stórum augum. Ég held samt að hann hafi ekkert viljað taka eigið líf, hann bara vissi ekki betur því mér sýndist hann ekki vera skarpasta verkfærið í skúrnum. Meindýr eða ekki, refir eru sætir og ég held ég sé ekki að fara með rangt mál en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé rebba hérna, alla vega svona up, close and personal. Ég ætla að hitta hann aftur og við höfum mælt okkur mót, hann er skemmtilegur persónuleiki, svolítið stefnulaus og svona það sem maður myndi kalla fiðrildi.
En þrátt fyrir hinn alþjóðlega I’m going to die – dag dýranna á Íslandi komst ég blessunarlega frá því að vera gerður hlutaðeigandi í sjálfsvígi nokkurs þeirra og ég renndi í hlað á Akureyri einhvern tímann milli tvö og hálfþrjú um nóttina. Í Tröllagilinu tók Þóra á móti mér en hún hafði fundið opna 10-11 verslun og keypt eitthvað snarl til að eiga í morgunmat. Hvítvínsflöskunni var skellt í frystinn og við tókum strax til við að koma okkur fyrir. Íbúðin okkar er uppi á níundu hæð og útsýnið eftir því, alveg brilljant. Þetta er líka voða fínt pleis, stór íbúð með tveimur svefnherbergjum og rúmgóðri stofu sem inniheldur 2 svefnsófa svo það er nóg rúm fyrir gesti. Við breyttum náttrúlega öllu strax, röðuðum húsgögnum upp á nýtt og settum okkar brag á þetta og þegar við vorum búnar að kveikja á kertum um allt átti að skála í hvítvín fyrir nýja heimilinu en....................enginn tappatogari til á heimilinu!!! HVAÐ ER ÞAÐ! HVAÐA STÓRUNDARLEGA MANNESKJA Á EKKI TAPPATOGARA!!!!!!!!!!!! Sem betur fer átti ég líka tvo bjóra svo við urðum að láta það nægja í skálina, ekki jafn fínt og hvítvín sen samt góðir bjórar, og það fyrsta sem sett var á to-do listann fyrir næsta dag var að fjárfesta í tappatogara. Við fórum ekki að sofa fyrr en um sexleytið um morguninn og vorum þá dauðuppgefnar
Dagur 2 fór í að heimsækja fjöldann allan af verslunum, kaupa mat, vín, TAPPATOGARA og fullt af kertum. Röðin var efrifarandi: Tiger, Rúmfatalagerinn, Byko, Bónus, Hagkaup, Nettó. Þetta var fínt, ég er ekki viss um að maður hefði náð öllum þessum búðum heima á jafngóðum tíma en hér er stutt á milli helstu staða.
1.júní var svo fyrsti vinnudagurinn, og mér líst bara vel á FSA, ég er samt ekki alveg viss hvort að 3 mánuðir dugi til að ég nái að rata þar, ég er alltaf að villast og finn mig þá í einhverjum nýjum hornum og skúmaskotum og hef ekki hugmynd um hvernig ég á að koma mér þangað sem ég ætlaði að fara, svo er ég bara alltíenu búin að gleyma hvert ég ætlaði og líður eins og ég sé i öðrum heimi, skil ekki neitt og þekki engan. Ég er í völundarhúsinu og hvar er David Bowie!
En okkur Þóru líst bara vel á, það er nóg að gera á spítalanum, fólk veikist víst og slasar sig hér líkt og annars staðar og við erum ótrúlega fullorðins, farnar að vinna sem læknar bara OMG!
Á meðan er allt í volli fyrir sunnan, læknanemar í verkfalli og LSH að springa á limminu, sjitt ég veit nú ekki hvar þessi endalausa barátta endar, það er pínu þreytandi að stöðugt að standa í endalausu stappi. Ég hvet alla til að lesa grein Kristjáns Guðmundssonar unglæknis í Morgunblaðinu í dag, þar segir hann loksins hvernig ástandið er á mjög afdráttarlausan hátt, tékkið á þessu. Það er baráttuhugur í fólki og það er kominn tími til að eitthvað breytist!
Jæja, þetta fer að verða gott, það er líka alveg spurning hvort fólk nennir yfir höfuð að lesa svona ótrúlega langa bloggfærslu. Núna eru tvær sunnandömur á leið í heimsókn til okkar Þóru en Sigrún og Guðný ákváðu bara að skella sér hingað úr því að málin standa eins og þau gera á LSH, verkfall og svona. Við erum í fríi um helgina og spáin er ógeðslega góð svo við skólasysturnar ætlum að gera eitthvað ótrúlega sniðugt og skemmtilegt, heimsækja skemmtilega staði og slúðra og hafa það gott.
Gestir verða velkomnir í sumar, svo ef þið viljið tékka á plesisnu hafið þá bara samband og þá finnum við góða helgi þegar enginn er á vakt og allir í fíling. Í sumar er Akureyriss the place to be!!
Over and out.
Friður.
P.s. ég kýs komment, ekki vera feimin börnin góð, langar að heyra í ykkur
föstudagur, júní 02, 2006
Ekkert internet
föstudagur, maí 26, 2006
Próf dauðans frá helvíti and more
Semsagt fimmtudagur 25/05 06 klukkan eitthvað seint um kvöld:
Sælinú þið örfáu hræður sem lesið þetta fábrotna svokallaða blogg mitt. Nú er ég stödd í krísu í lífi mínu, er að fara í lokapróf á laugardag og á mánudag og á jafnframt eftir tonn að verkefnum sem ég hef á milli 8 og 16 á morgun til að vinna og skila því annars fæ ég ekki próftökurétt. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að toga það af en sjáum til, mér finnst einhvernveginn að röðin sé komin að mér að fá að upplifa kraftaverk eftir allt djöfuls stappið sem ég hef staðið í þetta árið. Er búin að vera að bíða í kraftaverkaröðinni allt of lengi og fá bara kastað í mig tómötum og úldnum eggjum og ég er ekki einu sinni að biðja um stórt kraftaverk, bara oggopoggopínulítið kraftaverk. Jæja, það sem ég vildi sagt hafa er að ég verð líklega ekki mjög virk í bloggheimum næstu 4-5 daga eða svo, þó er aldrei að vita nema soðna steikta hugsýkisgeðsjúka heila mínum detti skyndilega eitthvað agalega sniðugt í hug og þá mun ég vitaskuld deila því með ykkur. Vildi samt gefa ykkur þann fyrirvarann á að ég segi bara alls ekki neitt. Annars fór ég og sótti móður mína upp í hesthús í gær þegar klukkan var komin nokkuð yfir miðnætti því hún var í hinu árlega partýi sem fylgir hesthúsinu hennar. Og já greinilega alltaf jafnmikið fjör þar á bæ. það er eitthvað svo dýrmætt að sjá mömmuna sína sem maður er alltaf svolítið að passa upp á skemmta sér svona ofboðslega vel umkringda fullt af góðu fólki sem er alltaf svo gott við hana og vill voða mikið hjálpa henni í þessari hestamennsku sem hefur reynst henni misvel hingað til. Ég er svo ánægð með hana og mér finnst svo gott að vita af henni í þessum góða félagsskap og ég er ótrúlega rosalega ánægð með nýja hestinn hennar. Loksins er hún búin að fá gæðahrossið sem hún á skilið, ótrúlega vel ættaða og geðgóða eðalmeri sem ber nafnið Askja og mamma er algjörlega ástfangin af því hún er svo góð og skemmtileg. Vildi bara segja ykkur frá þessu því ég brosti allan hringinn og fékk hlýtt í hjartað þegar ég fór og náði í mömmu og allir sátu saman inni í húsi drulluvel kenndir, syngjandi sig hása við gítarspil. Og mamma vildi bara ekkert fara heim svo ég hafði ekki hjarta í mér að draga hana úr þessari gleði þannig að ég söng bara með þó ég væri með hugann við bækurnar sem ég átti að vera að lesa í dag. Mamma mín er yndisleg og mér þykir vænt um hana. Ég á líka yndislegustu systir í heimi sem mér þykir líka ofboðslega vænt um. Heyrinú, ég bara orðin akút væmin. Jæja nóg af þessu, heyri í ykkur bráðum, vonandi að ég skrifi línu fyrr en seinna, það verður amk gefin skýrsla um flutninginn mikla norður í land. Talandi um flutninga, til hamingju með nýja húsið Árdís og Guðjón!!!